Um mig

Starfsheitið klinískur næringafræðingur fékk ég eftir nám við The Health Science Academy í Englandi, þar sem allt nám er byggt á nýjustu vísindarannsóknum.

Allt sem tengist heilsu og næringu hefur alla tíð vakið mjög áhuga minn, og það er fátt betra en að fá að hjálpa einstaklingum að gera breytingar á mataræði og lífstíl til þess að öðlast betri líðan, heilsu og framtíð.

Í gegnum árin hef ég unnið mikið með konum með PCOS sem ég er sjálf með. Þegar ég fór að vinna með mat, lífstíl og viss bætiefni til að minnka einkenni mín, þá fór ég fljótt að finna mikinn mun á líðan minni. Það rak mig þá áfram til að læra hvernig ég get hjálpað öðrum að ná tökum á einkennum sínum með breyttu mataræði og lífsstíl, og þannig bæta heilsu og minnka líkur á alvarlegri heilsuvandamálum seinna meir.

PCOS snýst mikið um insúlin og blóðsykur stjórnun og því þekki ég það vel og vinn mikið með það.
Annað sem ég hef reynslu af er bætiefna ráðgjöf, þyngdarmissir og þyngdarstjórnun, atferlis og hegðunarþjálfun, streitu ráðgjöf, hvernig við bætum magaflóru og endurbyggjum meltingarveginn, og einnig hvernig við getum öll almennt bætt heilsu okkar og líðan með réttu mataræði.
Ég bjó í Englandi í 17 ár og 10 af þeim árum vann ég einnig sem sem mark – og lífstílsþjálfi með fólki á öllum aldri.

Leiðbeiningar og upplýsingar um næringu og heilsu eru alltaf að breytast vegna nýrra rannsókna, svo ég fylgist alltaf vel með því sem gerist í næringar og heilsu heiminum og held áfram að mennta mig á þessu sviði.

Taktu fyrsta skrefið

Ef eitthvað af þessu á við þig, eða þú vilt vita meira, endilega hafðu samband og taktu fyrsta skrefið að bættri heilsu og líðan, með stuðningi, leiðbeinslu og þeim verkfærum sem þú þarft.

Scroll to Top