
PCOS 3 mánaða prógramm
Viltu takast á við einkenni PCOS með mataræði og lífstíl? Hvort sem þú hefur nýlega verið greind eða hefur verið með PCOS í mörg ár þá er hægt að hjálpa með réttu mataræði og lífstíl. Prógrammið er sniðið eftir einstaklingum. Innifalið er heilsufarsyfirlit, viku matseðill með uppskriftum, mánaðalegt viðtal, bætiefna ráðgjöf, ýmiss fróðleikur og stuðningur.
Taktu til í mataræðinu
4 vikna hópnámskeið sem fer fram á lokuðum facebook hóp. Tilvalið fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að breyttu mataræði og lífstíl til en vita kannski ekki hvar þeir eiga að byrja. Fullt af upplýsingum, hugmyndir af matseðlum, uppskriftir og ýmiss fróðleikur. Námskeiðið hentar öllum sem vilja taka til í sínu mataræði.
Einstaklings ráðgjöf
Viltu léttast, viltu þyngjast, þjáistu af maga veseni og vilt vinna í magaflóru, viltu læra að höndla stress betur, viltu sofa betur, viltu bæta líðan og heilsu, viltu vita hvaða bætiefni þú átt að taka, eða eitthvað annað?
Þá er einstaklingsráðgjöf tilvalin fyrir þig. Við skoðum í sameiningu hver þín markmið eru og setjum skrefin niður saman.
Þetta námskeið gaf mér nákvæmlega það sem ég þurfti; spark í rassinn, góðar hugmyndir og lausnir. Það hjálpaði mér að velja hollari kosti og setja matinn saman þannig að næringin sé vel samsett.
Mér fannst samskiptin góð og svarað vel og skjótt. Mér fannst gott að það voru engin boð og bönn heldur gerði maður allt á sínum forsendum.
Takk fyrir mig! – (Anna, Taktu til í mataræðinu)
Námskeiðið var vel sett upp, mér fannst mjög gott að geta spurt að öllu sem mér datt í hug og fékk alltaf góð og skjót svör.Það var mjög gott að fá uppskriftir og hvatningu til að halda áfram án þess að neitt væri bannað og fann ég mikinn mun á orku strax á fyrstu dögunum sem var auka boozt í að halda áframHlakka til að nýta mér öll þau tæki og tól sem ég fékk á námskeiðinu til að halda áfram að taka til í mataræðinu. (Auður, Taktu til í mataræðinu)
Ég var ekki búin að vera á blæðingum í tvo mánuði áður en ég byrjaði a námskeiðinu hjá Elfu. Ég byrjaði strax á blæðingum fyrsta mánuðinn af námskeiðinu og er núna að fá reglulegar blæðingar. Ég lærði svo mikið á þessum þremur mánuðum um PCOS og mataræði. Svo gott að fá upplýsingar og uppskriftir frá henni Elfu sem maður getur treyst á. Mjög þægilneg uppsetning og allt gert á þínum hraða. Mér líður svo mikið betur bæði andlega og líkamlega þannig ég mun klárlega halda áfram að hugsa um mataræðið mitt og minn vellíðan. – (Stefanía, 3 mánaða PCOS prógramm)
Þegar dóttir mín, 15 ára greindist með PCOS í sumar fengum við þær fréttir að með breyttu matarræði gætum við komið í veg fyrir að hún þyrfti að fara á lyf. Við komumst í samband við Elfu Mundell og keyptum hjá henni 3 mánaða pakka, Næringarprógramm og ráðgjöf. Þetta var það besta sem við gátum gert, þarna fengum við ráðleggingar varðandi vitamin, fullt af uppskriftum sem slógu í gegn og góða eftirfylgni með reglulegum fundum. Árangurinn varð mikill eftir þessa 3 mánuði og ekki ástæða til að fara á lyf. (Jana, 3 mánaða PCOS prógramm)